DJ RÚNAR – HÉR SÉ STUÐ!
Rúnar Örn heitir hann og er búinn að vera viðloðandi græjurnar ansi hreint lengi, eða í rúmlega 35 ár. Gamli er enn að og dustar rykið reglulega af græjunum og frábærri stuð-tónlist sem safnast hefur í sarpinn á öllum þessum árum.
Hann er kannski ekki löggiltur plötusnúður en ef slíkt starfsheiti væri til þá væri hann það!
Það er enn hægt að bóka þennan gæja og er best að hringja bara í hann beint í síma 771-5600, eða senda honum tölvupóst á runar@taktfast.is
Þessi DJ er með sérstaka heimasíðu þar sem lesa má nánar um kappann, hlusta á mix, eða tónlistarblöndur sem hann hefur sett saman, og auðvitað lesa nokkrar mont og bransasögur. Nánar um það allt saman hér.